Frá opnun leikskólans höfum við unnið með SMT - skólafærni. Við nýtum þá aðferð til þess að byggja upp jákvæðan skólabrag og horfum til þess að aðferðin í gagnreynd og hefur verið rannsökuð. SMT- skólafærni styður vel við þá hugsjón okkar í Álfabergi að koma fram við börn af virðingu, sýna þeim umhyggju og veita þeim jákvæða leiðsögn. Jafnframt að taka tillit til þeirra tilfinninga og veita þeim jákvæða athygli.

Unnið er með ákveðna grunnþætti til að stuðla að jákvæðri hegðun barnsins og draga úr hegðunarvanda. Í raun er um að ræða ákveðin verkfæri sem eru:

  • Fyrirmæli og jákvæð samskipti við barnið.
  • Notkun hvatningar við kennslu nýrrar hegðunar.
  • Að setja mörk til að draga úr og stöðva óæskilega hegðun.
  • Lausn vanda.

Við höfum ákveðnar reglur á svæðum leikskólans sem við förum eftir.

Reglutafla.

Nánari upplýsingar á heimasíðu PMT foreldrafærni.

Starfsmenn gefa jafnframt fúslega nánari upplýsingar. Leikskólastjóri, aðstoðarleikskólastjóri og sérkennslustjóri hafa lokið grunnmenntun í PMT og geta veitt leiðsögn til foreldra ef þeir óska eftir.

PMTO stendur fyrir Parent Management Training – Oregon aðferð, og er aðferð fyrir foreldra og aðra sem koma að uppeldi. PMTO er sannprófað meðferðarprógramm sem dregur úr hegðunarerfiðleikum barna og unglinga og eflir uppalendur í hlutverki sínu. Fjölbreytt úrræði, námskeið og ráðgjöf er í boði fyrir foreldra og forsjáraðila og auk þess hefur aðferðin verið innleidd í alla grunnskóla Hafnarfjarðar og átta leikskóla undir formerkjum SMT – School Managment Training. SMT-skólafærni er hliðstæð aðferð og PMTO þar sem lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr hegðunarvanda með því m.a. að kenna og þjálfa félagsfærni, hvetja æskilega hegðun og samræma viðbrögð alls starfsfólks gagnvart nemendum sem sýna óæskilega hegðun.

Fagfólk með sérfræðiþekkingu á aðferðum PMTO starfar bæði á skrifstofu Mennta- og lýðheilsusviðs og á Fjölskyld- og barnamálasviði.