Skólaárið 2014 - 2015 var unnið að þróunarverkefni um snemmtæka íhlutun og læsi og verður haldið áfram að þróa það starf. Rafbók um verkefnið var búin til þar sem glögglega má sjá hvernig unnið er með læsi í leikskólanum (Rafbók leikskólans um snemmtæka íhlutun og læsi.). Við stefnum á að gera slíka rafbók einnig fyrir stærðfræði.

Mikilvægt er að foreldrar taki þátt í að efla málþroska barnsins sín. Ein leið til þess að efla orðaforða er að lesa á hverjum degi heima, setja orð á allar athafnir, spjalla saman og veita umhverfinu athygli.