Í 10. grein laga um leikskóla kemur fram að leikskólastjóri skuli stuðla að samstarfi milli foreldra og starfsfólks leikskóla með velferð barna að leiðarljósi. Sé óskað eftir stofnun foreldrafélags hjálpar leikskólastjóri við það.

Foreldrar greiða félagsgjöld tvisvar sinnum á ári og eru þeir fjármunir nýttir í hinar ýmsu uppákomur fyrir börnin. Börnin hafa fengið skemmtun á vegum félagsins t.d. á öskudegi, jólum, sumarhátíð, o.s.frv.