Lyfjagjafir - Takmarka skal sem kostur er allar lyfjagjafir í leikskólanum. Lyf eru ekki gefin í leikskólanum nema í undantekningartilfellum og þá er heimilt að kalla eftir vottorði frá lækni þar um með leiðbeiningum um að lyfjagjöf sé nauðsynleg þann tíma sem barnið dvelur í leikskólanum. Ef barn er haldið langvarandi sjúkdóm (t.d. astma eða flogaveiki) og þarf að fá lyf áður en það er sótt í leikskólann geta kennarar gefið lyfið en lyfjagjöf er ávallt á ábyrgð foreldra/forsjáraðila. Ef nauðsyn er á lyfjagjöf í leikskólum skulu foreldrar/forsjáraðilar fylla út sérstakt eyðublað sem (PDF skjal) hér má nálgast og skila til leikskóla.
Hér má finna nánari upplýsingar sem varða lyfjagjöf, breytingar á dvalartíma, uppsögn á leikskólaplássi, flutning milli leikskóla, o.fl.
Hringakstur við skólann - frá klukkan 7.30 - 17.00 er í gildi hringakstur við skólann sem felur í sér að keyrt er að skólanum, og þegar farið er frá honum er keyrt meðfram honum öllum og beygjan til vinstri tekin. Bílar geta ekki mæst inn þá götu sem keyrt er að skólanum, einnig þarf að huga að því að keyra rólega að skólanum.