news

Ný handbók leikskólans lítur dagsins ljós

29 Apr 2021

Leikskólinn hefur gefið út handbók sem ber nafnið Snemmtæk íhlutun í málþroska og læsi leikskólabarna. Við erum óendanlega stolt af þessari vinnu okkar sem við höfum unnið af miklum metnaði. Allir starfsmenn eru þátttakendur í þessu verkefni. Í handbókinni er að finna fræðslu, gátlista, umfjöllun um námsefni sem við höfum útfært og margt fleira. Við hvetjum ykkur öll til að kynna ykkur þessa bók og er hún komin á heimasíðu leikskólans. Ásthildur Bj. Snorradóttir var okkur innan handa við gerð handbókarinnar og þökkum við henni sérstaklega fyrir faglega leiðsögn. Handbókin er ekki síður ætluð ykkur til þess að kynnast þeim verkferlum sem leikskólinn vinnur eftir, ásamt fræðslu sem nýtist ykkur og börnunum ykkar. Handbókina finnið þið hér á heimasíðunni undir flipanum Handbók í snemmtækri íhlutun.