Alþjóðadagur læsis

08 Sep 2017

í dag er alþjóðadagur læsis. Að því tilefni leggjum við sérstaka áherslu á lestur bóka fyrir börnin okkar í dag. Sumir komu með bækur með sér í leikskólann að heiman og mega börn alltaf koma með bækur í leikskólann. Við höldum svo að sjálfsögðu áfram í vetur að leggja sérstaka áherslu á læsi og málörvun. Námsefnið Lubbi finnur málbeinið verður notað á öllum deildum og höfum við valið áhersluorð til að vinna með tengt hverju málhljóði Lubba.

Góða helgi