Aðlögun nýrra barna og upphaf leikskólastarfsins

18 Ágú 2017

Nú er aðlögun í fullum gangi hjá nýjum börnum á Álfabergi. Það er alltaf jafn ánægjulegt að fá nýja gullmola til okkar og fylgjast með því hvað þau eru dugleg að byrja hjá okkur. Það getur verið erfitt að byrja á nýjum stað og tekur mislangan tíma í að venjast og fyrir börnin að verða örugg hjá okkur. Þetta eru nú dugnaðarforkar og búin að vera ótrúlega dugleg að vera hjá okkur og kveðja foreldra sína. Önnur börn eru einnig að byrja á nýrri deild og það getur nú einnig verið aldeilis erfitt að aðlagast því, kynnast nýjum börnum og kennurum. Við hlökkum til að starfsins með börnunum á Álfabergi og umfram allt í leik og gleði.