Ferð í jólaþorpið

06 Des 2017

Í dag 6. nóvember fórum við með elstu krakkana á Búrfelli og Keili í smá jólaferð. Tilgangurinn var að hengja upp jólaskrautið sem við erum búin að vera búa til á falleg lítil jólatré í jólaþorpinu á Thorsplani. Við fórum með strætó og það gekk alveg svakalega vel og var rosa gaman. Við hvetjum alla foraldra til þess að gera sér ferð með börnunum sínum og skoða jólaþorpið og allt skrautið sem krakkarnir á Álfabergi og fleiri leikskólum hafa verið að gera.

Knús frá öllum á Búrfelli