Desember

12 Des 2017

Sæl verið þið öll :)

Í desember er ýmislegt um að vera hjá okkur eins og sést hér á eftir.

Þann 6. desember tókum við strætó með elstu börnin af Keili og Búrfelli. Leiðin lá í jólaþorpið með jólaskraut á tré. Gekk strætóferðin mjög vel og voru börnin mjög flott í jólaþorpinu. Þeim fannst mjög gaman en það svolítið kalt.

Þann 8 desember var svo aðventukaffið okkar. Við viljum þakka öllum þeim foreldrum og forráðamönnum sem komu í heitt súkkulaði og piparkökur innilega fyrir innlitið. Það var mjög gaman að fá ykkur í heimsókn.

Í gær 11. desember fengum við leiksýninguna "Strákurinn sem týndi jólunum". Börnin stóðu sig svo vel í að sitja og horfa á sýninguna sem tók 40 mín.


Nú svo verður jóladagur Álfabergs þann 15. desember n.k. Þá ætlum við á Álfabergi að gera okkur glaðan dag, mæta í fínni fötum, borða hátíðarmat, dansa í kringum jólatré. Og hafa yndislega dag.

En þetta er nóg í bili. Eigið yndislega desember.

kveðja frá öllum á Keili :o)