Ágúst/september

21 Sep 2017

Halló öll

Nú eru loksins komnar inn myndir hér á síðuna okkar. Biðjumst við innilegrar afsökunuar á því en hér eftir verður bætt úr því. :o)

Við áttum afmælis prinsessu 25. ágúst s.l. en þá varð hún Helga Sæunn okkar 2 ára. Óskum við henni innilega til hamingju með daginn sinn.

Nýr starfsmaður byrjaði hjá okkur í gær og heitir hún Þórunn Björk. Hefur hún reynslu af starfi á leikskóla, vinnutími hennar er mánu-, þriðju-, fimmtu- og föstudaga frá 9:00-17:00 og miðvikudaga frá 8:00-12:00. Bjóðum við hana innilega velkomna.

Hópaskipan þetta haustið er svona:

Blái hópur: Baltasar Ingi, Brynjar Kári, Helga Sæunn og Lárus Freyr. Hópstjóri er Fanney Dögg

Rauði hópur: Arnór Máni, Árni Sigtryggur, Diljá Imara og Leo Bjarki. Hópstjóri er Guðlaug María (Gulla)

Guli hópur: Lúna Sól, Óðinn Logi, Viktor Máni og Örvar Elí. Hópstjóri er Unnur Helga og Þórunn Björk

kveðja allir á Keili