SMT - UMBUN - STRÆTÓFERÐ og fl

14 Sep 2017

Baggalábörn voru búin að safna sér fyrir strætóferð með því að fara eftir SMT reglunum og fylla sólina af brosum. Strætóferðin heppnaðist mjög vel og fannst börnunum gaman að fara í smá hringferð með vagninum.

Við erum búin að leggja inn regluna að hafa hendur og fætur hjá sér og ganga frá. Núna erum við að æfa okkur í að sitja í sínu sæti og nota inniröddina.

Annars er skólastarfið vel komið í gang og hlakkar okkur til að sýna ykkur hvernig dagurinn gengur fyrir sig hjá okkur á þriðjudaginn þegar foreldrafundurinn er. Munið að þið þurfið að skrá ykkur á blaðið sem er fyrir framan Baggalá svo við vitum hvað það koma margir á fundinn.