Afmæli og Dótadagur

22 Sep 2016

Í DAG á leikskólinn okkar 6 ára afmæli. Í tilefni dagsins ætlum við að hafa fjörugt partý í íþróttasalnum og afmælið ætlum við að enda með afmælistertu og mjólkurglasi. Það er samt aldrei að vita nema við höldum partýinu áfram til loka leikskólans, hver veit :)

DÓTADAGUR á morgun föstudag, jiiiiibbbbbííííí :D

Börnin á Baggalá hafa verið svo dugleg að safna brosum á SMT-sólina okkar og því ætlum við að hafa DÓTADAG á Baggalá á morgun. Börnin mega koma með tvö leikföng að heiman. Vopn eru ekki leyfð og ekki væri verra að hafa leikföngin merkt. Við viljum minna á að við berum ekki ábyrgð á þeim leikföngum sem börnin koma með og er því gott að geyma við mjög viðkæm leikföng heima.

Við erum að æfa okkur í SMT reglunum og erum við búin að leggja inn sex fyrstu reglurnar sem eru:

  • Hafa hendur og fætur hjá sér
  • Nota inniröddina
  • Sitja í sínu sæti
  • Ganga rólega á ganginum
  • Að ganga frá
  • Að hugsa um sjálfan sig


Bestu kveðjur

Snillingarnir á Baggalá